<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Jæjah. Þetta var nú aldeilis gaman ...

... það hefur lítið breyst síðan síðast. Nei, ég lýg því, það hefur margt breyst. Húsvörðurinn í vinnunni er hættur að vera hræddur við mig. Það er breyting.

Mig langar að tjá mig um nýliðinn kvennafrídag en mig langar að lifa lengur svo ég legg ekki í það í bili.

You were saying ... ?

þriðjudagur, maí 18, 2004

Hef ég ákveðið að láta staðar numið í blogginu í bili.

Þakka þeim sem hlýddu. Góðar stundir.

föstudagur, maí 14, 2004

Jæja - var að ljúka við að prenta út lélegustu ritgerð allra tíma. Búin að lesa 2 skáldsögur af 7 og prenta út fróðleik af Sparknotes um þá þriðju. Ef ég næ þessu prófi þá er eitthvað að!

Farin í óvissuferð - lifi kæruleysið!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Ég er að skrifa lélegustu ritgerð í sögu lélegra ritgerða. Metnaðarleysi og tímaskortur eru frábær blanda :/

miðvikudagur, maí 05, 2004

Undanfarna daga hef ég fundið fyrir gamalkunnri tilfinningu í auknum mæli. Hún byrjaði að læðast að mér ofurhægt um helgina og í gær var ég farin að finna verulega fyrir henni. Þessi tilfinning er frekar óþægileg, sérstaklega þegar hún fer að ágerast. Þegar hún kemst á ákveðið stig fer hún að magnast á lógarittmískum skala og endar í algjörri lömun ef ekki næst að ráðast að rótum hennar í tæka tíð. Tilfinning þessi er samansett úr samviskubiti, kvíða, sjálfsásökunum og frestunaráráttu og á sér engan líka. Það eina sem ég get gert til að slá á óþægindin er að taka mér bók í hönd og byrja að lesa fyrir próf. Ætti ég?

mánudagur, maí 03, 2004

Ég ætlaði að læra fyrir próf um helgina.

Ég lærði ekkert um helgina.

Á laugardaginn svaf ég. Veit ekki eftir hvað ég var svona þreytt en ég klæddi mig ekki fyrr en eftir kaffi. SKV hjólaði uppí Árbæ svo ég var alein í kotinu og þá er svo gott að sofa.

Á laugardagskvöldið fór ég um víðan völl, kaffi í Þykkvabæ, kaffi hjá Júlíu og endaði með lille sys og Bola á Todmobile á Nasa. Það var svo mikil gleði að ég er með whiplash-verki í hálsinum og strengi um allan líkamann. Dansaði non stop frá eitt til klukkan að ganga fimm. Og Sif mín, wish you had been there. Þau tóku allt gamla, góða prógrammið og ég öðlaðist nýja virðingu fyrir Eyþóri þegar hann tók Killing in the Name með Rage against the Machine, ólýsanlega flott. (Missti soldið virðinguna fyrir honum eftir atriðið með úrið hérna um árið.)

Það besta gerðist samt eftir ballið. Var komin út um hálffimm og var að reyna að ákveða hvort ég ætti að skilja sys og Bola eftir eða bíða eftir þeim þegar Andrea Gylfa labbaði út. Ég bauðst til að skutla henni og VIÐ ANDREA vorum að rölta útí bíl þegar sys og Boli rúlluðu útaf Nasa og komu á eftir okkur. Andrea sat frammí og við hlustuðum á Harry Belafonte á leiðinni og hún raulaði með, ANDREA GYLFA SÖNG Í BÍLNUM MÍNUM !!! Sys þakkaði henni fyrir gott ball og hún þakkaði okkur kærlega sömuleiðis og sagði að það hefði greinilega verið gaman hjá okkur. Og Sif, ég geri ráð fyrir að þú sért að garga núna, þú mátt þakka fyrir að ég hringdi ekki í þig þegar ég kom heim. Það munaði litlu!

Ókeibæ.

mánudagur, apríl 26, 2004

Ég held að ástkær leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna sé farinn fyrir bugðuna. Bara einfaldlega farinn. Þetta er búið. The show is over folks, go home, nothing to see here.

Við sys fórum á árshátíðina í vinnunni á laugardagskvöldið. Það var verið úti fram undir morgun og allir sammála um að þetta hafi verið hin skrautlegasta nótt. Ég var náttlega á bíl og við systur höfum komist að þeirri niðurstöðu (og sú niðurstaða hefur verið staðfest af fleirum) að ég sé miklu skemmtilegri edrú, ég sem hélt að það væri ekki hægt. Ég skemmti mér líka miklu betur þannig. Hrikalega var gaman. Tíhíhíhí ...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?